Vitinn

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri

Episode Summary

Í þessu viðtali við Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra er víða komið við, m.a. rætt um æskuna í Hafnarfirði, háskólaárin, fjölmiðlastörfin, ræktunaráhuga, matargerð, stjórnmálin og svo auðvitað hvað felst í því að sinna starfi bæjarstjóra.

Episode Notes

Í þessu viðtali við Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra er víða komið við. Rætt var um hvernig var að alast upp í Hafnarfirði, skólagönguna, áhuga hennar á gömlum munum, fyrstu íbúðakaupin, dvölina í Bandaríkjunum, áhuga á útgáfu, prentun, matargerð og ræktun hvers konar. Komið er inn á erfitt tímabil í sögu fjölskyldunnar vegna barnsmissis og starf hennar að málefnum krabbameinsveikra barna.

Starfsferill Rósu er fjölbreyttur og er ekki síst tengdur fjölmiðlum og útgáfu áður en pólitíkin knúði dyra. Við ræðum um þann feril og svo vitanlega um starf hennar í bæjarstjórn, fyrst í minnihluta, síðar meirihluta og loks sem bæjarstjóri frá 2018. Rósa fer yfir fjölþætt verkefni hennar sem framkvæmdastjóri í 30.000 manna bæjarfélagi og 2.000 manna vinnustað.