Vitinn

Fanney D. Halldórsdóttir, sviðstjóri mennta- og lýðheilsusviðs

Episode Summary

Í framsæti Vitans að þessu sinni situr Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar eða Fanney fræðslustjóri eins og hún er jafnan kölluð. Fanney er að eigin sögn lítil, dökkhærð, snaggaraleg og snarvirk 45 ára íslensk sveitarstelpa sem alin er upp á Suðurnesjunum og býr þar enn í dag. Í þessum þætti segir hún m.a. frá þeirri ást og kærleik sem býr í nafninu hennar og frá hennar helstu ástríðu sem snýr að uppeldis- og menntamálum. Fanney kom til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ sumarið 2016 og hefur síðan þá unnið ötullega að innleiðingu á hvetjandi, skapandi og áhugaverðum verkefnum í öflugu samstarfi við allt sitt góða fólk, verkefni sem eiga öll það sammerkt að efla skólasamfélagið í Hafnarfirði.