Vitinn

Eva Michelsen - verkefnastjóri Lífsgæðaseturs St. Jósefsspítala

Episode Summary

Í öðru viðtali Vitans ræðir Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri, við Evu Michelsen, verkefnastjóra Lífsgæðaseturs St. Jó en þann 5.september síðastliðinn var húsnæði St. Jó opnað að nýju eftir 6 ára óvissu. Í dag eru fimmtán fyrirtæki starfandi innan veggja setursins sem öll eiga það sammerkt að starfa í þágu samfélagins á sviði heilsueflingar og bættra lífsgæða. Eva rekur hér forsöguna og segir frá framkvæmdunum sem hafa staðið yfir síðustu tvö árin. Þessi fyrsti áfangi í uppbyggingu St. Jó sem nú hefur verið formlega opnaður, þykir einstaklega vel lukkaður og tilfinningin sem skapast hefur með tilkomu flottra fyrirtækja og félagasamtaka einstök. Á sýningu í anddyri St. Jó hefur sögu St. Jósepssystra í húsinu verið gerð mjög góð skil. Sýningin er öllum opin og velkomið að kíkja í kaffi í „hjartað“ samkomustað starfsmanna og gesta fyrir miðju þeirrar hæðar sem nú hefur verið opnuð. Upptökudagur: 6. september 2019.