Vitinn

Birgir Örn Guðjónsson (Biggi lögga) - Þorpið

Episode Summary

Birgir Örn Guðjónsson er fyrsti viðmælandi Vitans sem er ekki starfsmaður hjá Hafnarfjarðarbæ en vinnur þó í Ráðhúsi bæjarins í áhugaverðu tilraunaverkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbæjar sem kallast Þorpið.

Episode Notes

Markmiðið með Þorpinu er að draga úr/koma í veg fyrir vímuefnaneyslu barna og ungmenna með samstarfi aðila sem byggir á hugmyndum um snemmtæka íhlutun t.d. með því að koma í veg fyrir að börn búi við ofbeldi, vanrækslu eða aðrar aðstæður sem gera þau útsettari fyrir áhættuhegðun.

Biggi, sem ólst upp á Akureyri, ætlaði sér aldrei að verða lögreglumaður en sendi inn umsókn af rælni í Lögregluskólann og þá varð ekki aftur snúið. Um stutt skeið tók Biggi sér hlé frá starfi lögreglumannsins og vann sem flugþjónn en einnig þekkja margir Bigga úr þjóðmálaumræðunni. Hann hefur verið virkur í stjórnmálum og er m.a. varabæjarfulltrúi í dag í Hafnarfirði.

Viðtalið snýst þó fyrst og fremst um starfið hans í Þorpinu en mikil ánægja hefur verið með verkefnið. Biggi tekur áhugaverð dæmi um hvernig þetta verkefni hefur skilað ánægjulegum árangri ekki síst í samskiptum við unga fólkið í Hafnarfirði og vonar innilega að framhald verði á þessu spennandi tilraunaverkefni.