Vitinn

Gunnþóra Guðmundsdóttir og Þormóður Sveinsson - skipulagsmál

Episode Summary

Í þessum þætti er spjallað við tvo af þeim starfsmönnum sem standa í brú skipulagsmála hjá Hafnarfjarðarbæ á degi hverjum. Skipulagsmál geta í eðli sínu verið flókin í undirbúningi og framkvæmd á sama tíma og þau eru afar skemmtileg og skapandi. Gunnþóra og Þormóður segja hér frá sjálfum sér, áhugamálum sínum og framtíðardraumum ásamt því að reyna að útskýra á mannamáli út á hvað skipulagsmál ganga. Hvað er aðalskipulag? Hvað er deiliskipulag? Hvað er forskrift? Og hvernig tengist þetta allt saman? Hvar er uppbygging að eiga sér stað? Hvaða svæði hafa verið skilgreind sem þéttingarsvæði og afhverju? Þetta og margt fleira í þessum áhugaverða þætti um skipulagsmálin í Hafnarfirði. Upptökudagur: 27. september 2019.